Alfreð heiðraður (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. júní | 20:10 
Stemningin var ósvikin þegar Alfreð Gíslason veitti viðurkenningu viðtöku í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag sem þjálfari ársins í þýska handboltanum þetta keppnistímabilið.

Stemningin var ósvikin þegar Alfreð Gíslason veitti viðurkenningu viðtöku í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag sem þjálfari ársins í þýska handboltanum þetta keppnistímabilið. 

Mbl.is gerði tilraun til að ná myndskeiði af því þegar Alfreð var kallaður út á gólf fyrir sinn síðasta heimaleik sem þjálfari THW Kiel.

Myndskeiðið var fremur snubóttan endi þar sem vaskur starfsmaður í höllinni veitti því athygli að blaðamaður var kominn út fyrir það svæði sem honum var ætlað og var gripið í taumana af festu. 

Þættir