Sæmundur ræður öllu í Þjóðleikhúsinu

FÓLKIÐ  | 13. júní | 16:10 
Sæmundur Gíslason rafvirki hefur næmt auga fyrir góðu efni og var hann því fenginn til þess að setja saman leikár Þjóðleikhússins.

Sæmundur Gíslason rafvirki hefur næmt auga fyrir góðu efni og var hann því fenginn til þess að setja saman leikár Þjóðleikhússins fyrir næsta vetur. Hann Sæmundur mætti í viðtal á Grímunni í gærkvöldi og sagði frá því hvernig hann færi að því að búa til svona fáránlega góða dagskrá fyrir nýtt leikár. 

„Fyrst og fremst er ég rafvirki Þjóðleikhússins en síðustu ár hef ég verið að setja saman leikár Þjóðleikhússins,“ sagði hann í viðtali sem birtist á RÚV. 

Sæmundur Gíslason hefur góðan smekk eins og sést á næsta leikári. Þar verður Kardimommubærinn og Atómstöðin eftir Halldór Laxness. Atómstöðin er að mati margra langbesta bók Laxness enda eldist hún vel og eiga hugmyndir sem þar koma fram alveg jafn vel við í dag.

Þá verður boðið upp á splunkunýtt verk sem byggt er á sögu Kamillu Einarsdóttur, Kópavogskronikan. Ilmur Kristjánsdóttir mun fara með aðalhlutverkið í stykkinu. 

https://www.mbl.is/smartland/stars/2018/11/12/astarsorgin_dro_hana_i_kopavog/

Baltasar Kormákur verður líka hluti af næsta leikari og segir Sæmundur að hann sé svo flottur að hann megi bara gera hvað sem er. 

„Ohhh, Balti að tala í símann í gallaskyrtu. Hann verður að vera með og hann má gera nákvæmlega það sem hann vill,“ segir Sæmundur dreyminn á svip. 

 

Þættir