Neymar yfirheyrður í 5 tíma

ERLENT  | 14. júní | 12:46 
Brasilíska lögreglan yfirheyrði Neymar í fimm klukkustundir í gær vegna ásakana um að hafa nauðgað konu sem hann kynntist í gegnum samfélagsmiðla. Neymar neitar að hafa nauðgað konunni þegar hún kom til Parísar að hitta hann í síðasta mánuði.

Brasilíska lögreglan yfirheyrði Neymar í fimm klukkustundir í gær vegna ásakana um að hafa nauðgað konu sem hann kynntist í gegnum samfélagsmiðla. Neymar neitar að hafa nauðgað konunni þegar hún kom til Parísar að hitta hann í síðasta mánuði.

„Sannleikurinn mun koma í ljós fyrr en seinna,“ segir dýrasti knattspyrnumaður heims þegar hann kom á hækjum á lögreglustöðina skömmu fyrir klukkan 16 að staðartíma, klukkan 19 að íslenskum tíma í gær. Hann yfirgaf lögreglustöðina um klukkan 21.  

Neymar, sem er 27 ára gamall, meiddist á hægri ökkla í vináttuleik við Katar. Hann mun því ekki spila með landsliði Brasilíu í keppninni um Suður-Am­er­íku­bik­arinn sem hefst í dag. 

Frétt mbl.is

Lögreglan í Brasilíu greindi frá því í gær að hún hefði höfðað meiðyrðamál gegn konunni sem sakaði Neymar um að hafa nauðgað henni en hún sagði lögregluna spillta. 

Konan, Najila Trindade, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina SBT fyrr í vikunni að lögreglunni hefði verið mútað. Þetta sagði hún þegar rætt var um stuld á tölvu á heimili hennar en að sögn Trindade var í tölvunni stutt myndskeið sem væri sönnun fyrir því að ráðist hefði verið á hana. 

Neymar, sem spilar fyrir Paris Saint-Germain, hafði áður gefið lögreglunni í Rio de Janeiro yfirlýsingu um Whats App-skilaboð sem voru birt á Instagram síðu hans. Þar mátti sjá viðkvæmar myndir af Trindade. Neymar tjáði lögreglunni að aðstoðarmaður hans og tæknimaður bæru ábyrgð á að deila skilaboðum og myndunum, segir í frétt TV Globo. 

Yfir 60% Brasilíubúa telja Neymar saklausan en 14% telja hann sekan. 

Þættir