Hælisleitendur á hip-hop námskeiði

FÓLKIÐ  | 28. júní | 14:47 
Hælisleitendur, flóttafólk og þeir sem eru með íslensku sem annað tungumál í bland við íslensk ungmenni á aldrinum, allir á aldrinum 16-20 ára, hafa undanfarna viku verið á hip-hop námskeiði í Árseli. Hugmyndin er að valdefla þátttakendur, veita þeim tól til tjáningar og skapa samtal.

Hælisleitendur, flóttafólk og þeir sem eru með íslensku sem annað tungumál í bland við íslensk ungmenni á aldrinum, allir á aldrinum 16-20 ára, hafa undanfarna viku verið á hip-hop námskeiði í Árseli. Hugmyndin er að valdefla þátttakendur, veita þeim tól til tjáningar og skapa samtal. 

Námskeiðið er haldið af Reykjavík Rótarskot og erlendir fyrirlesar eru komnir til landsins frá New York til að breiða út boðskap hip-hop menningarinnar. Auk þeirra hafa innlendir fyrirlesarar heimsótt krakkana til að miðla af reynslu sinni, þar á meðal eru rapparinn Ragna Kjartansdóttir eða Cell 7 og myndlistarmaðurinn Karl Kristján Davíðsson auk þess sem fólk frá UNICEF hélt erindi.

Í myndskeiðinu er rætt við Fatimu, sem er einn skipuleggjenda námskeiðsins, og hælisleitandann Juneer sem kemur frá El Salvador.   

Þættir