Framkvæmdir hafnar í Vetrarmýri

INNLENT  | 1. júlí | 15:58 
Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við Vetrarmýri í Garðabæ þar sem bærinn byggir fjölnota íþróttahús sem m.a. mun hýsa knattspyrnuvöll í fullri stærð. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í aprílmánði 2021.

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við Vetrarmýri í Garðabæ þar sem bærinn byggir fjölnota íþróttahús sem m.a. mun hýsa knattspyrnuvöll í fullri stærð. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í aprílmánði 2021.

Auk knattspyrnuvallarins verður upphitunaraðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum í húsinu. Alls verður byggingin 18.200 fermetrar að flatarmáli en það eru Íslenskir aðalverktakar sem annast framkvæmdina. Eins og sjá má á myndskeiðinu sem fylgir er framkvæmdin umfangsmikil.

Þættir