Allt með kyrrum kjörum hjá Báru

INNLENT  | 2. júlí | 16:11 
Bára Halldórsdóttir ýmist sat eða lá og prjónaði þegar mbl.is bar að garði í Listastofunni í JL-húsinu í dag. Hún er nú á þriðja degi í gjörningi sínum INvalid/ÖRyrki þar sem hún veitir áhorfendum innsýn í líf öryrkja. Á náttborðinu má sjá bókina: Your Silence Will Not Protect You.

Bára Halldórsdóttir ýmist sat eða lá og prjónaði þegar mbl.is bar að garði í Listastofunni í JL-húsinu í dag. Hún er nú á þriðja degi í gjörningi sínum INvalid/ÖRyrki þar sem hún veitir áhorfendum innsýn í líf öryrkja.

Á náttborðinu má sjá bókina: Your Silence Will Not Protect You, eða Þögnin verndar þig ekki. Á búrinu sem Bára dvelur í er svo að finna ýmislegt sem tengist sjúkrasögu hennar en hún er með er með behcets, sjald­gæf­an sjálfsof­næm­is- og gigt­ar­sjúk­dóm.

Nú hefur hún dvalist í búrinu í tæpa tvo daga og á rúman sólarhring eftir. mbl.is var í Listastofunni í dag og fékk tilfinningu fyrir lífinu í búrinu.

Frétt mbl.is

Þættir