Við tökum þær bara næst

ÍÞRÓTTIR  | 8. júlí | 22:35 
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur spilað feykilega vel fyrir Keflavík í sumar og í kvöld átti hún stóran þátt í marki Keflavíkur gegn toppliði Vals. Markið dugði hins vegar skammt gegn sterku liði Vals sem rúllaði yfir Keflavík í seinni hálfleik og endaði leikurinn 5:1.

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur spilað feykilega vel fyrir Keflavík í sumar og í kvöld átti hún stóran þátt í marki Keflavíkur gegn toppliði Vals. Markið dugði hins vegar skammt gegn sterku liði Vals sem rúllaði yfir Keflavík í seinni hálfleik og endaði leikurinn 5:1. 

Sveindís sagði sitt lið ekki hafa ætlað sér 1 stig eða 0 stig í þessum leik og var kokhraust þrátt fyrir stórt tap. Undirritaður verður hrifnari af þessum leikmanni með hverjum leiknum og áræðni hennar nær jafnvel inn í viðtöl eftir leik þó svo að stúlkan hafi viðurkennt eftir á að hún væri enn að venjast þeim (viðtölum).

En Sveindís bætti við að Keflavík og Valur ættu eftir að mætast aftur í sumar og blákalt án þess að blikna sagði hún að þær myndu bara vinna þann leik. 

Þættir