Þetta er munurinn á liðunum í dag

ÍÞRÓTTIR  | 8. júlí | 22:40 
Elín Metta Jensen leikmaður Vals átti skínandi fínan leik fyrir lið sitt í kvöld þó svo að kannski fyrri hálfleikur liðsins hafi ekki verið sá besti þegar Valur mætti Keflavík í Pepsi Max-deildinni og vann 5:1.

Elín Metta Jensen leikmaður Vals átti skínandi fínan leik fyrir lið sitt í kvöld þó svo að kannski fyrri hálfleikur liðsins hafi ekki verið sá besti þegar Valur mætti Keflavík í Pepsi Max-deildinni og vann 5:1.

Elín var virk og dugleg allan leikinn og þrátt fyrir að skora ekki þetta kvöldið var hún einn af betri leikmönnum kvöldsins í rauðum búningi. Elín sagði sitt lið hafa verið viðbúið því að mæta baráttuliði í Keflavík. 

Elín hrósaði Keflavík fyrir að hafa verið kröftugar í leiknum og lítið gefið eftir. Að auki bætti hún við að þjálfari liðsins, Pétur Pétursson, hafi ekkert verið allt of ánægður með þær í hálfleiksræðunni en að liðið hafi tekið vel við sér eftir þá ræðu.

Elín jánkaði þeirri spurningu hvort lokastaða þessa leiks endurspeglaði muninn á liðunum tveimur. 

Þættir