Milljónir flýja vegna Monsúnrigninga

ERLENT  | 16. júlí | 11:38 
Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á Indlandi, í Nepal, Bangladess og Pakistan vegna flóða og aurskriða vegna Monsúnrigninganna sem nú ganga yfir suðurhluta Asíu.

Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á Indlandi, í Nepal, Bangladess og Pakistan vegna flóða og aurskriða vegna Monsúnrigninganna sem nú ganga yfir suðurhluta Asíu.

Hátt í 200 hafa farist í hamförunum og er óttast að enn tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunaraðilar komast loks að hinum ýmsu svæðum sem hafa orðið illa úti.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/16/bygging_hrundi_i_mumbai/

„Flóðin hafa breytt heimilum okkar í helvíti,“ segir Rupesh Ja, íbúi í Bihar í austurhluta Indlands, þar sem íbúar hafa þurft að vaða vatn og aur upp að mjöðmum undanfarna daga.

Mons­únrign­ing­arn­ar standa yfir frá júní og fram í sept­em­ber og skilja flóð og aur­skriður þeirra vegna eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar ár hvert. Um 1.200 lét­ust í rign­ing­un­um í fyrra, en þá voru þær hinar verstu í Ker­ala á Indlandi í 100 ár.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/15/monsun_rigningar_valda_mannskaedum_flodum/

Umfjöllun Guardian

Þættir