Óttast að ebóla færist til Rúanda

ERLENT  | 16. júlí | 21:27 
Fyrsti einstaklingurinn sem greindist með ebólu í borginni Goma í Lýðveldinu Kongó er látinn. Þetta vekur talsverðan ugg því fram að þessu hefur ebólufaraldurinn sem hefur staðið yfir í ár landinu verið bundinn við dreifbýlli svæði.

Fyrsti einstaklingurinn sem greindist með ebólu í borginni Goma í Lýðveldinu Kongó er látinn. Þetta vekur talsverðan ugg því fram að þessu hefur ebólufaraldurinn sem hefur staðið yfir í ár landinu verið bundinn við dreifbýlli svæði. Óttast er að ebólusmit eigi eftir að breiðast út yfir landamærin til Rúanda.

Unnið var að því að bólusetja alla gegn ebólu sem höfðu komist í snertingu við einstaklinginn sem lést. Sérstaklega er hugað að ættingjum hans en nú þegar hafa 150 manns verið bólusettir. 

Yfir 1.600 manns hafa látist af völdum ebólu á tæpu ári eða frá 1. ágúst 2018. 

Þættir