Systir árásarmannsins meðal hinna látnu

ERLENT  | 4. ágúst | 18:24 
Það tók árásarmanninn, sem hóf skotárás utan við bar í Dayton í Ohio, innan við mínútu að myrða níu manns og særa 27 til viðbóta. CBS sjónvarpsstöðin segir árásarmanninn hafa verið 24 ára man að nafni Connor Betts og er systir hans Megan, sögð vera í hópi þeirra sem létust.

Það tók árásarmanninn, sem hóf skotárás utan við bar í Dayton í Ohio í nótt, innan við mínútu að myrða níu manns og særa 27 til viðbóta, að því er yfirvöld í Dayton hafa greint frá. CBS sjónvarpsstöðin segir árásarmanninn hafa verið  24 ára mann að nafni Connor Betts og er systir hans Megan, sögð vera í hópi þeirra sem létust.

Lögreglumenn sem voru í hefðbundinni eftirlitsferð um hverfið voru komnir á staðinn innan við mínútu eftir að fyrsta skotið reið af og felldu árásarmanninn. Reuters hefur eftir Nan Whaley, borgarstjóra Dayton, að þeir hafi væntanlega komið í veg fyrir að manntjónið yrðu mun meira.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/04/fjoldamord_i_ohio_9_latin/

„Á innan við mínútu tókst þeim sem komu fyrstir á vettvang að yfirbuga árásarmanninn. Ég er enn agndofa yfir hetjuskap lögreglu okkar,“ sagði Whaley á fundi með fréttamönnum.

Betts var með sjálfvirkan árásarriffil og klæddist skotheldu vesti er hann framdi árásina.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/04/hefdi_getad_verid_mun_verra/

Tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir, en CBS hefur eftir fjölda lögreglumanna að ekki sé enn verið að skoða árásina sem hatursglæp.

Um er að ræða annað fjölda­morðið í Banda­ríkj­un­um á inn­an við sól­ar­hring, en bys­sumaður réðst inn í Walmart-versl­un í El Paso í gær­kvöldi og myrti þar 20 manns.

Þættir