Vísa sendiherra Indlands úr landi

ERLENT  | 7. ágúst | 19:05 
Stjórnvöld í Pakistan tilkynntu í dag að þau hyggist vísa sendiherra Indlands úr landi og fresta öllum viðskipti við þetta nágrannaríki í kjölfar aukinnar hörku í deilu ríkjanna um yfirráð yfir Kasmír.

Stjórnvöld í Pakistan tilkynntu í dag að þau hyggist vísa sendiherra Indlands úr landi og fresta öllum viðskipti við þetta nágrannaríki í kjölfar aukinnar hörku í deilu ríkjanna um yfirráð yfir Kasmír.

Ríkisstjórn Indlands gaf á mánudag út að hún hygðist fella úr gildi hluta stjórnarskrár ríkisins, sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs, landsvæðisins umdeilda sem liggur á milli fjandríkjanna Indlands og Pakistans. Hefur indverski hluti Kasmír-héraðs verið nær algjörlega sambandslaus við umheiminn frá því á sunnudagskvöld og hafa tugir þúsunda hermanna verið við eftirlit á götum úti.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/06/engin_fjarskipti_og_samkomubann/

Hefur fólk ættað frá Kasmír sem býr ann­arsstaðar í Indlandi sagst ekki geta náð sam­bandi við ætt­ingja sína og þá hafa stjórnmálaleiðtogar í héraðinu verið hnepptir í varðhald. BBC segir fréttir hafa borist af mótmælum og grjótkasti þrátt fyrir bæði samskipta- og útgöngubann. 

Óska eftir aðkomu Öryggisráðsins

Kasmír-hérað ligg­ur á milli Ind­lands og Pak­ist­ans og bæði rík­in gera til­kalls til svæðis­ins í heild sinni, en stjórna sitt hvor­um helm­ingn­um. Ind­verski hluti héraðsins er eina svæðið í Indlandi þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta og þar hafa upp­reisn­ar­menn um margra ára­tuga skeið ráðist gegn ind­versk­um her­mönn­um og bar­ist fyr­ir sjálf­stæði héraðsins.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/05/afnema_serstodu_kasmir_herads/

Stjórnvöld í Pakistan hafa nú frestað öllum frekari viðskiptum milli landanna og hyggjast reka sendiherra Indlands úr landi. Þá mun Moin-ul-Haq sem átti að taka við embætti sendiherra Pakistans á Indlandi ekki flytja til Delhi líkt og til stóð.

Hefur BBC eftir Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, að þarlend stjórnvöld hafi fyrirskipað að „allar diplómatískar leiðir verði virkjaðar til að afhjúpa hrottalega og rasíska stjórn Indlands og drög hennar að brotum á mannréttindum“.

Khan hefur einnig fyrirskipað pakistanska hernum að  vera í viðbragðsstöðu og eins hafa pakistönsk stjórnvöld óskað eftir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki deiluna til umfjöllunar.

Þættir