Hrós fyrir að vera ekki hommalegir

INNLENT  | 8. ágúst | 16:47 
Helsta áhersla Hinsegin daga í ár er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði. Formaður hátíðarinnar segir fólk ræða málefnið gjarnan sín á milli, t.d. hafi mönnum verið hrósað fyrir að vera ekkert svo hommalegir. Tilefni sé til að skoða hvort hinsegin fólk glími við glerþak í starfsþróun.

Helsta áhersla Hinsegin daga í ár er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði en í ár er NASDAQ helsti styrktaraðili. Formaður hátíðarinnar segir fólk ræða málefnið gjarnan sín á milli, t.d. hafi mönnum verið hrósað fyrir að vera ekkert svo hommalegir og svo sé tilefni til að skoða hvort hinsegin fólk glími við glerþak þegar kemur að starfsþróun og launakjörum.  

Í myndskeiðinu er rætt við Gunnlaug Braga um hátíðina í Háskólabíói þar sem undirbúningur fór fram fyrir opnunarhátíðina í kvöld en þar verður sem fyrr mikið um dýrðir.

Skoða má dagskrá Hinsegin daga hér.

Þættir