Leikmaður fyrstu umferðar (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 12. ágúst | 11:48 
Raheem Sterling átti frábæran leik fyrir lið sitt Manchester City þegar City heimsótti West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina.

Raheem Sterling átti frábæran leik fyrir lið sitt Manchester City þegar City heimsótti West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina. Leiknum lauk með stórsigri City, 5:0, en Sterling gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum.

Sterling átti frábært tímabil með City á síðustu leiktíð þar sem hann var valinn leikmaður tímabilsins af blaðamönnum á Englandi en hann skoraði 17 mörk og lagði upp önnur 12 í 34 leikjum í öllum keppnum.

Sterling er leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eftir frammistöðu sína með City gegn West Ham.

Þættir