Morgunblaðsdrottningin vekur athygli

INNLENT  | 12. ágúst | 17:00 
„Ég vann dragkeppnina 2014 og ákvað að fara sem áhorfandi í ár og vera meira áberandi og líta betur út en keppendur. Það tókst með moggakjól og hatti,“ segir Gloria Hole dragdrottning sem mætti á keppnina í kjól með hatt sem hún gerði úr 80-100 Morgunblöðum.

„Ég vann dragkeppnina 2014 og ákvað að fara sem áhorfandi í ár og vera meira áberandi og líta betur út en keppendur. Það tókst með moggakjól og hatti,“ segir Gloria Hole dragdrottning sem mætti á keppnina í kjól með hatt sem hún gerði úr 80-100 Morgunblöðum.

„Ég valdi Morgunblaðið því drottningar ganga ekki í fríblöðum. Hugmynd að kjól úr dagblaði kviknaði fyrir nokkru en mig langaði að vera í stórum kjól með stóran hatt; einhverju sem væri nýtt og frumlegt svo það færi ekki fram hjá neinum þegar ég væri mætt á svæðið,“ segir Gloria, sem vildi ekki hafa kjólinn of þungan og datt í hug að nota dagblöð í hann. Hún bjóst ekki við að kjóllinn yrði eins þungur og raun bar vitni né að hatturinn tæki á sig vind, sem olli smá vandræðum.

„Ég bjó til undirkjól og rúllaði upp blaðsíðunum sem Mogunblaðið lét mér í té og heftaði hverja einustu síðu í hann. Það skal enginn segja að drottningar geti ekki verið umhverfisvænar og endurnýtt, það er ef það dregur ekki úr glæsileikanum,“ segir Gloria, sem telur að mestur tíminn hafi farið í hönnun. Eftir að henni lauk tók það Gloriu 18 til 20 klukkustundir yfir sex daga tímabil að sauma kjólinn.

Sjá samtal við Gloriu í heild í Morgunblaðinu í dag.

 

Þættir