Rændi rútu með gervibyssu

ERLENT  | 20. ágúst | 21:38 
Brasilíska lögreglan sinnti umsátri um rútu, sem hafði verið rænt, í fjórar klukkustundir áður en leyniskytta varð ræningjanum að bana. Þá kom hins vegar í ljós að ræninginn hafði verið vopnaður gervibyssu.

Brasilíska lögreglan sinnti umsátri um rútu, sem hafði verið rænt, í fjórar klukkustundir áður en leyniskytta varð ræningjanum að bana. Þá kom hins vegar í ljós að ræninginn hafði verið vopnaður gervibyssu.

Umsátrið átti sér stað á stórri brú í Rio de Janeiro, en auk gervibyssunnar var maðurinn vopnaður rafbyssu, kveikjara og plastflösku með bensíni.

Í samningaviðræðum við ræningjann varð ljóst að hann var ekki heill á geði, en allir 37 farþegarnir sluppu óhultir frá atvikinu.

 

Þættir