Stór helgi í enska boltanum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 23. ágúst | 22:29 
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þriðja umferðin hófst í gærkvöld þegar Aston Villa sigraði Everton en níu leikir eru á dagskrá um helgina.

Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þriðja umferðin hófst í gærkvöld þegar Aston Villa sigraði Everton en níu leikir eru á dagskrá um helgina.

Ballið byrjar í hádeginu í dag þegar nýliðar Norwich taka á móti Chelsea klukkan 11.30. Klukkan 14 eru svo fjórir leikir á dagskrá þar sem Manchester United tekur meðal annars á móti Crystal Palace. Klukkan 16.30 er svo stórleikur Liverpool og Arsenal, en það eru einu liðin sem hafa unnið fyrstu tvo deildarleiki sína.

Á morgun eru svo þrír leikir á dagskrá. Bournemouth tekur á móti Manchester City klukkan 13 og klukkan 15.30 eru tveir leikir. Tottenham fær Newcastle í heimsókn og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Wolves.

Sjá ítarlega upphitum fyrir leikina í meðfylgjandi myndskeiði, en Síminn Sport verður sem fyrr með veglega dagskrá í kringum leikina.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

11.30 Norwich – Chelsea
14.00 Manchester United – Crystal Palace
14.00 Brighton – Southampton
14.00 Sheffield United – Leicester
14.00 Watford – West Ham
16.30 Liverpool – Arsenal

Sunnudagur:

13.00 Bournemouth – Manchester City
15.30 Tottenham – Newcastle
15.00 Wolves – Burnley

Þættir