Þetta var baráttuleikur

ÍÞRÓTTIR  | 25. ágúst | 16:35 
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, var gríðarlega sátt með mikilvægan 2:1-sigur KR gegn Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, var gríðarlega sátt með mikilvægan 2:1-sigur KR gegn Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í dag. 

Katrín sagði leikinn hafa verið erfiðan viðureignar vegna veðurs en henni fannst lið sitt hafa verið að gera þetta erfiðara en það þurfti að vera. Katrín sagði sitt lið hafa fengið fullt af færum í fyrri hálfleik sem hefði átt að nýta betur. Sigurinn sagði Katrín gefa liðinu ákveðið andrými til að njóta betur leikjanna sem eftir eru í botnbaráttunni. 

Viðtal við Katrínu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Þættir