Við berjumst til síðustu mínútu

ÍÞRÓTTIR  | 25. ágúst | 16:48 
Gunnar M. Jónsson þjálfari Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnuvar gríðarlega svekktur með 2:1 tap fyrir KR í dag en liðið þurfti virkilega á stigum að halda í botnbaráttunni.

Gunnar M. Jónsson þjálfari Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnuvar gríðarlega svekktur með 2:1 tap fyrir KR í dag en liðið þurfti virkilega á stigum að halda í botnbaráttunni. 

Gunnar sagði það hafa verið erfitt að stilla upp liði þar sem fjóra lykilleikmenn vantaði í dag. Þá var veðrið ekki að hjálpa til en vissulega setti það stórt strik í reikninginn. Gunnar hrósaði hinsvegar þeim stúlkum sem spiluðu og að undirbúningurinn hafi verið góður.  Hann sagði sagði enn fremur að KR hafi verið klókari í þeim aðstæðum sem boðið var uppá í dag og það hafi gert útslagið. 

Gunnar þverneitaði að í dag hafi verið negldur einn af loka nöglum í Pepsi-Max kistu Keflvíkinga og sagði þær berjast til síðustu mínútu mótsins. 

Þættir