Andakaffihús í Kína vekur lukku

FERÐALÖG  | 6. september | 11:36 
Gestir kaffihússins Hey! We Go! í Chendu í Kína gleyma kaffinu sínu reglulega þegar þeir koma á kaffihúsið þar sem þeir eru uppteknir við að leika við endurnar sem þar eiga heima.

Gestir kaffihússins Hey! We Go! í Chendu í Kína gleyma kaffinu sínu reglulega þegar þeir koma á kaffihúsið þar sem þeir eru uppteknir við að leika við endurnar sem þar eiga heima. 

Fyrir aðeins 78 júön hafa gestir kaffihússins leyfi til þess að leika við endurnar í 90 mínútur. Vinsældir dýrakaffihúsa hafa verið að færast í vöxt víða um heim, líkt og við þekkjum hér heima af Kattakaffihúsinu. 

„Sem kúnni finnst mér dýrin svakalega sæt. En frá sjónarhorni dýranna held ég að þetta sé mjög erfitt fyrir þau. Ég vona að eigandi kaffihússins fækki vinnustundum andanna svo þær verði ekki of þreyttar,“ segir Agnes Xie, einn af gestum kaffihússins. 

 

Þættir