Vilja að Trump komi Hong Kong til bjargar

ERLENT  | 8. september | 9:59 
Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa biðlað til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og óskað eftir hans aðstoð, en mótmælendur í borginni ganga nú að ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. „Trump Bandaríkjaforseti, bjargaðu Hong Kong“ segir m.a. á spjöldum sem mótmælendur bera í göngunni.

Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa biðlað til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og óskað eftir hans aðstoð, en mótmælendur í borginni ganga nú að ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni.

„Trump Bandaríkjaforseti, bjargaðu Hong Kong“ segir m.a. á spjöldum sem mótmælendur bera í göngunni. Aðrir vísa í frægt slagorð forsetans en á sumum spjöldum stendur „Make Hong Kong great again“.

Mótmælin í borginni hafa nú staðið yfir í 14 vikur. Staðan er óbreytt þrátt fyrir að leiðtogar Hong Kong ætli loks að mæta aðalkröfum mótmælenda. 

Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað varað önnur ríki við því að skipta sér af málefnum Hong Kong, að því er segir á vef BBC. Kínverjar segja að ástandið í Hong Kong, sem var bresk nýlenda til árisins 1997, sé alfarið innanlandsmál. 

Fjölmargir komu saman í borginni dag. Margir sungu bandaríska þjóðsönginn, héldu á bandarískum fánum og biðluðu til þarlendra stjórnvalda að frelsa Hong Kong úr höndum Kína. 

Mótmælendur sungu bandaríska þjóðsönginn og hrópuðu „fimm kröfur, ekki einni færri“ í kjölfar þess að einni af aðalkröfum þeirra var mætt fyrr í vikunni.

 

Þættir