Kvenlegri verkstæði fram undan

INNLENT  | 8. september | 11:27 
Á síðustu misserum hefur orðið mikil breyting á kynjaskiptingu í námi bíliðna. Nú er svo komið að fleiri stelpur stunda nám í bílamálun en strákar í Borgarholtsskóla. mbl.is kíkti í kennslustund þar sem verið var að pússa upp og lakka bíla í vikunni en mikil ánægja er með jafnara kynjahlutfall.

Á síðustu misserum hefur orðið mikil breyting á kynjaskiptingu í námi bíliðna. Nú er svo komið að fleiri stelpur stunda nám í bílamálun en strákar í Borgarholtsskóla. mbl.is kíkti í kennslustund þar sem verið var að pússa upp og lakka bíla í vikunni en mikil ánægja er með jafnara kynjahlutfall í skólanum.

Í myndskeiðinu er rætt við nemendur og kennara í bílamálun í skólanum.

„Þegar ég kláraði grunnskólann ætlaði ég alltaf í bifvélavirkjann en það voru svo miklir fordómar fyrir því að ég fór ekki,“ segir Anna Kristrún Sigurðardóttir, ein þeirra ellefu stúlkna sem nú stunda nám í bílamáliun við skólann. Viðhorf fólks hefur breyst mikið á stuttum tíma og nú segja stelpurnar fólk almennt jákvætt fyrir því að stelpur fari þessa leið.  

Þættir