Fimm glæsileg mörk hjá Chelsea og Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. september | 18:00 
Viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í dag er stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikur liðanna hefst kl. 15.30.

Viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í dag er stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikur liðanna hefst kl. 15.30.

Liverpool hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni og er með 15 stig, var með fimm stiga forskot fyrir þessa umferð, en Manchester City er komið á hæla Evrópumeistaranna með 13 stig eftir risasigur á Watford í gær, 8:0.

Chelsea er í níunda sæti deildarinnar með átta stig en hefur samt vakið nokkra athygli fyrir góða frammistöðu ungra leikmanna á borð við Tammy Abraham og Mason Mount.

Í tilefni af viðureign liðanna í dag eru hér rifjuð upp fimm glæsileg mörk í leikjum liðanna sem hafa verið skoruð frá 1995 til 2019. Njótið.

Þættir