„Af hverju ætti Trump að vilja hitta mig?“

ERLENT  | 22. september | 8:35 
„Af hverju ætti hann [Trump] að vilja hitta mig; táning og loftslagsaðgerðasinna, þegar hann trúir ekki á vísindin sem búa að baki?“ spyr Greta Thunberg, sem stödd er á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.

„Af hverju ætti hann [Trump] að vilja hitta mig; táning og loftslagsaðgerðasinna, þegar hann trúir ekki á vísindin sem búa að baki?“ spyr Greta Thunberg, sem stödd er á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætl­ar að sitja fund um trúfrelsi í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna á sama tíma og lofts­lags­ráðstefna stofn­un­ar­inn­ar fer þar fram, en hún hefst á morgun.

Frétt mbl.is

Thunberg kom til New York í lok ágúst og hefur vera hennar í borginni vakið mikla athygli. Ungmennin sem hafa gengið til liðs við hana og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum skipta hundruðum þúsunda.

Frétt mbl.is

Thunberg hefur átt fundi með ýmsum áhrifamönnum í bandarískum stjórnmálum, þar á meðal Barack Obama. Sitjandi forseti hefur lítinn áhuga á að hitta hana, sem hún segist vel skilja, og telur hún að fundur með Trump myndi litlu skila hvort sem er þar sem hann trúi ekki á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. 

 

„Auðvitað virðast sumir stjórnmálaleiðtogar ákveðnari en aðrir, en það er eins og enginn þeirra þori að láta til sín taka, segja sannleikann,“ segir Thunberg. 

Í gær ávarpaði hún fyrsta Ungmennaþing Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í höfuðstöðvum SÞ í New York. „Í gær tóku milljónir manna á allri jörðinni þátt í kröfugöngum og kröfðust raunverulegra aðgerða í loftslagsmálum. Þetta var aðallega ungt fólk og við höfum sýnt að við erum samstiga. Enginn getur stöðvað okkur,“ sagði Thunberg meðal annars í ávarpi við upphaf þingsins. 

 

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði þingið sömuleiðis. Um 700 ungmenni taka þátt í þinginu. Ísland á sinn fulltrúa, Esther Halldórsdóttur, sem var nýlega kjörin fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Með þinginu vilja Sameinuðu þjóðirnar varpa ljósi á mikilvægi baráttu ungs fólks um heim allan fyrir aðgerðum í loftslagsmálum. 

Guterres var fyrst og fremst í hlutverki áheyranda á þinginu. Hann hélt þó stutt ávarp þar sem sagði eitt helsta vandamál leiðtoga heimsins að þeir töluðu of mikið og hlustuðu of lítið.

 

Þættir