„Sumarið hefur verið villimannslegt“

ERLENT  | 21. september | 20:35 
Fjölmargir tóku þátt í mótmælum víða á Spáni þar sem ofbeldi gegn konum var mótmælt. Þess var krafist að úrbætur yrðu gerðar í málefnum kvenna. Stór hópur klæddist fjólubláu, lit femínískra hreyfinga, og hélt á kyndlum eða lýsti með símum sínum í minningu kvenna sem hafa látist af völdum kynbundins ofbeldis.

Fjölmargir tóku þátt í mótmælum víða á Spáni þar sem ofbeldi gegn konum var mótmælt. Þess var krafist að úrbætur yrðu gerðar í málefnum kvenna. Stór hópur klæddist fjólubláu, lit femínískra hreyfinga, og hélt á kyndlum eða lýsti með símum sínum í minningu kvenna sem hafa látist af völdum kynbundins ofbeldis.  

Slagorð á borð við „Þeir eru að myrða okkur“, „Það er ekkert réttlæti“ og „Líf kvenna skiptir máli“ sáust á mótmælaspjöldum sem fólk hélt á loft í Madrid í gær.   

Efnt var til mótmælanna þar sem grimmilegum nauðgunarmálum hefur fjölgað talsvert í landinu sem og morðum á konum. Sífellt fleiri konur falla fyrir hendi núverandi eða fyrraverandi sambýlismanna sinna.    

„Sumarið hefur verið villimannslegt. Tölur sem sýna kynbundið ofbeldi tala sínu máli og þær hafa verið sláandi, sérstaklega í landi þar sem gilda lög gegn kynbundnu ofbeldi,“ sagði Covadonga Peremarch, talsmaður mótmælanna Feminist Emergency.

 

Þættir