Eiður: Liverpool komið lengra sem lið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. september | 20:04 
Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu saman um 2:1-sigur Liverpool á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eiður segir spilamennsku Chelsea í leiknum góða, þrátt fyrir tapið.

Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu saman um 2:1-sigur Liverpool á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eiður segir spilamennsku Chelsea í leiknum góða, þrátt fyrir tapið. 

„Spilamennskan var nokkuð góð (hjá Chelsea) í dag. Þeir þurftu að gera tvær breytingar í fyrri hálfleik sem geta sett lið út af laginu. Þeir komu sterkir inn í þetta í seinni hálfleik og komu sér aftur inn í leikinn með frábæru marki hjá N'Golo Kanté,“ sagði Eiður Smári. 

Hann hrósaði einnig liði Liverpool og sagði það ekki þurfa að spila sinn besta leik til að vinna. 

„Liverpool er komið lengra sem lið og með einstaklinga sem geta gert gæfumuninn. Það hlýtur að vera rosalega svekkjandi fyrir Chelsea að fá tvö mörk á sig úr föstum leikatriðum. Liverpool er orðið það gott lið að þeir þurfa ekki að spila sinn besta leik til að ná góðum úrslitum,“ sagði Eiður. 

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir