Með sverð og skip í kinninni

FÓLKIÐ  | 5. október | 22:59 
Hárbeitt sverð. Steikarhnífar og skaft á badmintonspaða sem hefur verið tálgað. Þetta eru nokkur dæmi um þá beittu hluti sem þátttakendur á árlegri hátíð grænmetisæta sem haldin er á eyjunni Phuket undan strönd Taílands, stinga í gegnum kinnar sínar.

Hárbeitt sverð. Steikarhnífar og skaft á badmintonspaða sem hefur verið tálgað. Þetta eru nokkur dæmi um þá beittu hluti sem þátttakendur á árlegri hátíð grænmetisæta sem haldin er á eyjunni Phuket undan strönd Taílands, stinga í gegnum kinnar sínar.

Einn af hápunktum hátíðarinnar er skrúðganga þar sem gengið er fylktu liði um eyjuna og skarta þar margir ýmsum hlutum sem þeir hafa stungið í kinnarnar. Þeir hugmyndaríkustu skarta frumlegum hlutum á borð við stefni á litlum skipslíkönum, sólhlífum í kinnum sínum.

Það er tæplega 200 ára gömul hefð fyrir hátíðinni, en hún er sögð eiga rætur sínar að rekja til ársins 1825 þegar kínverskir farandleikarar heimsóttu eyjuna og urðu veikir. Þeir náðu heilsu á ný með því að neyta grænmetisfæðis. 

Þættir