Burnley vann Íslendingaslaginn (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. október | 17:23 
Burnley hafði betur gegn Everton, 1:0, í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Burnley hafði betur gegn Everton á heimavelli, 1:0, í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði Everton. 

Jóhann Berg lék fyrstu 84 mínúturnar og Gylfi fyrstu 59 mínúturnar. Jeff Hendrick skoraði sigurmark Burnley á 72. mínútu. 

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá markið auk annarra svipmynda úr leiknum. 

Þættir