Líka álfar í Póllandi og á Havaí

INNLENT  | 7. október | 17:03 
„Þar sem við sýnum myndina fáum við gjarnan þau viðbrögð fólks að sambærilegar verur sé að finna á öðrum stöðum,“ segir kvikmyndagerðarkonan Sara Dosa sem er á bak við myndina The Seer And The Unseen sem fjallar um Ragnhildi Jónsdóttur og samband hennar við hulduheima.

„Þar sem við sýnum myndina fáum við gjarnan þau viðbrögð fólks að sambærilegar verur sé að finna á öðrum stöðum,“ segir kvikmyndagerðarkonan Sara Dosa sem er á bak við myndina The Seer And The Unseen sem fjallar um Ragnhildi Jónsdóttur og samband hennar við hulduheima. Bæði hafi hún heyrt af slíkum verum, þó þær heiti öðrum nöfnum, á Havaí og í Póllandi.

Myndin var nýverið sýnd á RIFF en hún hefur farið víða á kvikmyndahátíðir m.a. á Sundance-hátíðina og hátíð San Francisco svo eitthvað sé nefnt og vakið þónokkra athygli.

Í myndskeiðinu er rætt við Söru en hugmyndina að gerð myndarinnar má rekja til þess þegar Hraunavinir börðust gegn lagningu vegar um hraunið árið 2013.

Myndin tók um fimm ár í framleiðslu og Sara segir að mikilvægt hafi verið að taka svo langan tíma í að gera hana þar sem þá hafi verið hægt að lifa með umfjöllunarefninu og fá betri tilfinningu fyrir því. 

Hægt er að sjá myndina í Háskólabíói í vikunni.

Hér má sjá dóma hjá nokkrum þekktum miðlum:

The Hollywood Reporter

Variety

Movablefest.com

Þættir