Innrás Tyrkja hafin

ERLENT  | 9. október | 14:13 
Tyrkneskar hersveitir hafa hafið innrás í norðausturhluta Sýrlands þar sem ætlun þeirra er að ráðast gegn Kúrdum sem hafast við á svæðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, greindi frá því á Twitter að innrásin væri hafin.

Tyrkneskar hersveitir hafa hafið innrás í norðausturhluta Sýrlands þar sem ætlun þeirra er að ráðast gegn Kúrdum sem hafast við á svæðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, greindi frá því á Twitter að innrásin væri hafin.

Samkvæmt frétt AFP hafa sprengingar heyrst í sýrlenskum bæjum í grennd við landamærin. Þá sást reykjarmökkur yfir bænum Ras Al-Ain.

Þar var einnig greint frá því að fjöldi óbreyttra borgara reyndi að flýja.

Erdogan segir að aðgerðirnar beinist gegn hryðjuverkamönnum á svæðinu í norðurhluta Sýrlands. Ætlunin sé að koma í veg fyrir svæði hryðjuverkamanna rétt við tyrknesku landamærin og að koma á friði á svæðinu. 

Tyrk­nesk yf­ir­völd skil­greina her­sveit­ir Kúrda sem hryðju­verka­menn og ætla að búa til svokallað öryggissvæði á landamærunum þar sem Kúrdar hafast nú við. 

 

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á sunnudag að bandaríski herinn yrði fluttur burt frá svæðinu, sem opnaði á leiðina fyrir innrás Tyrkja. Trump hefur hins vegar látið hafa eftir sér að of harkalegar aðgerðir af hálfu Tyrkja muni hafa í för með sér slæmar efnahagslegar afleiðingar fyrir þá. 

Kúrdar hvetja Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrar lýðræðislegar stofnanir til að fordæma innrásina. 

 

Þættir