„Ég hélt þetta væri bara ein­hver fá­viti“

FÓLKIÐ  | 10. október | 14:33 
Kvik­mynd­in Hvít­ur, hvít­ur dag­ur eft­ir Hlyn Pálma­son er fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaun­anna á næsta ári. Hlyn­ur hef­ur fengið mikið lof fyr­ir mynd­ina sem og leik­ar­inn Ingvar E. Sig­urðsson fyr­ir túlk­un sín á ekkl­in­um Ingi­mundi.

Kvik­mynd­in Hvít­ur, hvít­ur dag­ur eft­ir Hlyn Pálma­son er fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaun­anna á næsta ári. Hlyn­ur hef­ur fengið mikið lof fyr­ir mynd­ina sem og leik­ar­inn Ingvar E. Sig­urðsson fyr­ir túlk­un sína á ekkl­in­um Ingi­mundi. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/07/alltaf_ad_taka_ahaettu/

Í mynd­skeiðinu hér að ofan fara þeir Hlyn­ur og Ingvar yfir sam­starfið og segja meðal ann­ars frá því hvernig þeir kynnt­ust en Hlyn­ur ein­fald­lega hringdi í Ingvar.

Ingvar seg­ist hafa verið í út­lönd­um þegar hann fékk sím­talið og hélt í fyrstu að Hlyn­ur væri ein­hver fá­viti sem væri að biðja hann um að leika í skóla­mynd. Hann bað þó Hlyn um að senda sér hand­ritið en myndin var út­skrift­ar­verk­efni Hlyns. Ingvari leist svo vel á að ekki var aft­ur snúið. 

 

Þættir