Tala látinna nálgast sjötíu

ERLENT  | 15. október | 6:35 
Óttast er að nærri sjötíu manns hafi látist í Japan eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir landið á laugardag. Staðfest er að 58 eru látnir en 15 er enn saknað og því er óttast að tala látinna sé nær sjötíu manns, að því er NHK-sjónvarpsstöðin greinir frá.

Óttast er að nærri sjötíu manns hafi látist í Japan eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir landið á laugardag. Staðfest er að 58 eru látnir en 15 er enn saknað og því er óttast að tala látinna sé nær sjötíu manns, að því er NHK-sjónvarpsstöðin greinir frá.  

Rúmlega hundrað þúsund jap­anskir björg­un­ar­menn, þar af um 30.000 hermenn, reyna nú þriðja daginn í röð að finna fólk á lífi í rúst­um húsa sem urðu illa úti vegna flóða, aur­skriða og ofsa­vinds vegna Hagi­bis. Byrjað er að rigna á ný sem gerir björgunarmönnum erfitt fyrir. 

Frétt mbl.is

Fellibylurinn er með þeim öflugustu sem farið hafa yfir Japan í um sextíu ár. Vindhraði náði mest 60 metrum á sekúndu en það var ekki síst úrkoman sem olli tjóni, en hún mældist um 900 mm, sem er meiri en sam­an­lögð heild­ar­úr­koma í Reykja­vík á meðalári, sem er tæpir 800 mm.

 

Þættir