Óásættanlegur subbusamningur

ERLENT  | 18. október | 8:35 
Óásættanlegt samanhnoð, gamall samningur með krúsídúllum og subbusamningur. Þetta sögðu nokkrir Bretar sem teknir voru tali í gær eftir að fyrir lá að nýr Brexit-samningur væri í höfn. Bæði andstæðingar og fylgjendur þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu virðast því loksins vera sammála.

Óásættanlegt samanhnoð, gamall samningur með krúsídúllum og subbusamningur. Þetta sögðu nokkrir Bretar sem teknir voru tali í gær eftir að fyrir lá að nýr Brexit-samningur væri í höfn. Bæði andstæðingar og fylgjendur þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu virðast því loksins vera sammála.

„Þessu var hnoðað saman og ég held að þetta sé ekki ásættanlegur samningur á neinn hátt,“ sagði einn úr hópi stuðningsmanna þess að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu. 

Einskis verður samningur

„Þetta er samningur Theresu May með örlitlum snúningum og krúsídúllum,“ sagði viðmælandi úr hópi þeirra sem vilja útgöngu. „Hann er einskis virði og mun ekki nýtast okkur á nokkurn hátt. Hann er verri en að vera áfram í sambandinu.“

mbl.is

„Mín skoðun er að við förum einföldu leiðina. Að við förum aftur til upprunans, þess sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem [David] Cameron [fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands] stóð fyrir,“ sagði annar úr hópi Brexit-sinna. „Þar var einfaldlega kosið um að fara eða vera; ekki orð um einhverja lævísa samninga. Við viljum enga subbulega samningagerð; við viljum bara fara út!“

Honum verður hafnað!

„Mér finnst þessi samningur vitleysa. Þingið mun aldrei koma honum í gegn fyrir tiltekinn tíma,“ sagði stuðningsmaður Bremain — þ.e. þess að Bretland verði áfram í ESB. „Þá þarf að fá framlengingu þannig að hægt sé að rýna í samninginn og honum verður, rétt eins og samningi Theresu May, hafnað.“

 

Þættir