Fimmti sigur Chelsea í röð (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 19. október | 19:11 
Chelsea vann sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum er liðið lagði Newcastle á heimavelli í dag, 1:0.

Chelsea vann sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum er liðið lagði Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 1:0. 

Spænski bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði sigurmarkið eftir undirbúnings hins unga Callum Hudson-Odoi. Chelsea er komið upp í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er með 17 stig. Newcastle er hins vegar í fallsæti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir