Margrét Lára: Origi gerði fullmikið úr þessu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. október | 20:41 
Jóhann Birnir Guðmundsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórðar Þórðarsonar á Vellinum á Síminn sport í kvöld.

Jóhann Birnir Guðmundsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórðar Þórðarsonar á Vellinum á Síminn sport í kvöld. 

Ræddu þau vel stórleik Manchester United og Liverpool á Old Trafford sem lauk með 1:1-jafntefli. Liverpool-menn voru ósáttir við að mark Marcus Rashford hafi fengið að standa í fyrri hálfleik, þar sem þeir vildu fá aukaspyrnu skömmu áður. 

„Þetta er brot en það er ekki alltaf dæmt á svona. Ef við ætlum að taka svona til baka og dæma af mörk fyrir svona atriði þá verður þetta ekki mjög skemmtilegt,“ sagði Jóhann og Margrét Lára tók í sama streng. 

„Er ekki Origi að gera fullmikið úr þessu? Hann þarf ekki að liggja og meiða sig svona svakalega mikið. Dómararnir eru farnir að taka harðar á því,“ bætti Margrét Lára við. 

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir