Nýsköpun er áherslan alla daga

VIÐSKIPTI  | 24. október | 12:28 
„Nýsköpun er okkur í blóð borin,“ segir Magnús E. Björnsson, framkvæmdastjóri Men&Mice en fyrirtækið hlaut í gær verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun. Þrátt fyrir að vera ekki mjög þekkt hérlendis þjónustar fyrirtækið netkerfi alþjóðlegra stórfyrirtækja með hunduði þúsunda starfsmanna.

„Nýsköpun er okkur í blóð borin,“ segir Magnús E. Björnsson, framkvæmdastjóri Men&Mice en fyrirtækið hlaut í gær verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun. Vissulega eigi það við um mörg fyrirtæki en hjá Men&Mice segir Magnús að nýsköpun setji svip á allt starfið. „Það þarf að leggja áherslu á það í öllu starfi. Frá A-Ö, frá ráðningu og í vöruþróun á hverjum einasta degi er nýsköpun áhersluatriði.“  

Þrátt fyrir að vera ekki mjög þekkt hérlendis smíðar fyrirtækið hugbúnað sem þjónustar netkerfi alþjóðlegra stórfyrirtækja með hunduði þúsunda starfsmanna. Því segir Magnús að það sé gaman að nú sé fyrirtækið að fá viðurkenningu hérlendis fyrir starf sitt. Á meðal viðskiptavina eru: Microsoft, Xerox og HCA (Hospital Corporation of America). 

Men&Mice er tæplega þrjátíu ára gamalt og hefur um 30 starfsmenn á sínum snærum og hefur vaxið töluvert á síðustu tveimur árum og Magnús sér fram á frekari vöxt. „Við stefnum á að vera fjörtíu núna á næsta ári.“

Í myndskeiðinu er rætt við Magnús eftir að hann tók við verðlaunum Creditinfo.

Þættir