Útlendingaafsökun slegin af borðinu

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:20 
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga spilaði gríðarlega vel í kvöld þegar lið hans tók á móti Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta. Ólafur skoraði 30 stig fyrir sína menn í kvöld og hitnaði líkt og örbylgjuofn á skömmum tíma í seinni hálfleik og dældi niður þristum á Njarðvíkinga.

Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga spilaði gríðarlega vel í kvöld þegar lið hans tók á móti Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta. Ólafur skoraði 30 stig fyrir sína menn í kvöld og hitnaði líkt og örbylgjuofn á skömmum tíma í seinni hálfleik og dældi niður þristum á Njarðvíkinga.

Ólafur var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og sagði fyrsta sigur liðsins í vetur hafa verið gríðarlega mikilvægan. Ólafur sagði að útlendingaafsökunin væri núna út af borðinu fyrir liðið, en í upphafi móts spilaði liðið án síns erlenda leikmanns vegna meiðsla. 

Þættir