Bragðdauft er góð lýsing

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:20 
Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var daufur þegar við heyrðum í honum eftir tap í Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var daufur þegar við heyrðum í honum eftir tap í Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Einar sagði sína menn hafa verið afleidda í sínum sóknarleik og skorta alla áræðni. Þegar góð skot mynduðust þá duttu þau ekki niður. Í seinni hálfleik þá fór sóknarleikurinn að ganga örlítið betur enn það dugar skammt þegar skipst er á stigum og hitt liðið 10 stigum yfir. 

Einar sagði að þegar á heildina er litið þá voru Njarðvíkingar einfaldlega ekki góðir í kvöld. 

Þættir