Héldu að Ásdís Halla væri burðardýr

FÓLKIÐ  | 6. nóvember | 16:05 
Ásdís Halla Bragadóttir er fyrsti gestur Loga Bergmanns Eiðssonar í þáttunum Með Loga sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Hún lýsir þar hvernig hún hafi upplifað mjög mikla niðurlægingu og fundið óöryggið í því að vera ekki trúað þegar fíkniefnalögreglan tók hana afsíðis við heimkomu úr vinnuferð í útlöndum þegar hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Ásdís Halla Bragadóttir er fyrsti gestur Loga Bergmanns Eiðssonar í þáttunum Með Loga sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Hún lýsir þar hvernig hún upplifði mjög mikla niðurlægingu og fundið óöryggið í því að vera ekki trúað þegar fíkniefnalögreglan tók hana afsíðis við heimkomu úr vinnuferð í útlöndum þegar hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Hún segir að kerfið hafi gengið út frá því að henni væri ekki treystandi og að hún væri örugglega fíkniefnainnflytjandi, en eins og hún lýsir í viðtalinu voru bræður hennar iðnir við kolann í þeim efnum.

„Það skipti engu máli hvað ég sagði, þau voru algjörlega ákveðin í því að þau væru búin að finna næsta fjölskyldumeðlim sem var í rugli,“ segir hún. 

 

Fyrsti þátturinn Með Loga fer í loftið á fimmtudaginn klukkan 20.10 í Sjónvarpi Símans.

Þættir