Hvor er betri, Mané eða Sterling? (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. nóvember | 10:50 
Steve McManaman lék með Liverpool frá 1990 til 1999 og var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins. Þá lék hann með Manchester City frá 2003 til 2005.

Steve McManaman lék með Liverpool frá 1990 til 1999 og var afar vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins. Þá lék hann með Manchester City frá 2003 til 2005. 

Í meðfylgjandi myndskeiði frá Símanum Sport fer McManaman yfir leik Liverpool og Manchester City, en þau mætast í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 á Anfield á sunnudag. 

Fer hann yfir tvo hættulegustu leikmenn liðanna; Sadio Mané hjá Liverpool og Raheem Sterling hjá City. Gefur McManaman þeim einkunn í hinum ýmsu liðum fótboltans. Þessa skemmtilegu niðurstöðu má sjá hér fyrir ofan. 

Leikurinn er í beinni útsendingu á Símanum Sport og verður honum gerð afar góð skil hér á mbl.is. 

Þættir