Loksins vann Watford (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. nóvember | 14:37 
Wat­ford hrósaði sín­um fyrsta sigri í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gærkvöldi þegar liði hafði bet­ur á úti­velli gegn nýliðum Norwich 2:0 í sann­kölluðum fall­bar­áttuslag.

Wat­ford hrósaði sín­um fyrsta sigri í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gærkvöldi þegar liði hafði bet­ur á úti­velli gegn nýliðum Norwich 2:0 í sann­kölluðum fall­bar­áttuslag.

Ger­ard Deu­lofeu kom Wat­ford í for­ystu strax á 2. mín­útu leiks­ins og Andre Gray bætti við öðru marki á 52. mín­útu. Á 65. mín­útu missti Wat­ford mann af velli þegar Christian Kaba­sele fékk að líta sitt annað gula spjald en Norwich náði ekki að færa sér liðsmun­inn í nyt.

Með sigr­in­um höfðu liðin sæta­skipti. Wat­ford er í 19. sæti með 8 stig eins og Sout­hampt­on en Norwich er í frjálsu falli í botnsæti deild­ar­inn­ar með 7 stig en það hef­ur tapað fimm af síðustu sex leikj­um sín­um.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

Þættir