Burnley keyrði yfir West Ham (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. nóvember | 17:39 
Burnley vann þægilegan sigur gegn West Ham þegar liðin mættust á Turf Moor í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Burnley vann þægilegan sigur gegn West Ham þegar liðin mættust á Turf Moor í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk með 3:0-sigri Burnley en staðan að loknum fyrri hálfleik var 2:0, Burnley í vil.

Ashley Barnes opnaði markareikninginn strax á 11. mínútu og Chris Wood bætti við öðru marki Burnley undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Roberto sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 54. mínútu og þar við sat.

Burnley hefur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum en liðið fer með sigrinum í níunda sæti deildarinnar í 15 stig en West Ham, sem vann síðast deildarleik 22. september og er í frjálsu falli niður tölfuna, er komið í sextánda sæti deildarinnar í 13 stig.

Þættir