Leicester sannfærandi gegn Arsenal (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 10. nóvember | 10:45 
Leicester vann sinn fjórða leik í röð í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu þegar liðið fékk Arsenal í heim­sókn á King Power-völl­inn í Leicester í tólftu um­ferð deild­ar­inn­ar í gær. Leikn­um lauk með 2:0-sigri Leicester en staðan í hálfleik var marka­laus.

Leicester vann sinn fjórða leik í röð í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu þegar liðið fékk Arsenal í heim­sókn á King Power-völl­inn í Leicester í tólftu um­ferð deild­ar­inn­ar í gær. Leikn­um lauk með 2:0-sigri Leicester en staðan í hálfleik var marka­laus.

Leicester fer með sigr­in­um upp í annað sæti deild­ar­inn­ar í 26 stig og er með jafn mörg stig og Chel­sea. Liðið hef­ur eins stigs for­skot á Manchester City sem mæt­ir Li­verpool síðar í dag í stór­leik helgar­inn­ar en Arsenal er í sjötta sæt­inu með 17 stig, átta stig­um frá Meist­ara­deild­ar­sæti.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport og á mbl.is. 

Þættir