Eiður hefði dæmt víti á Anfield

ÍÞRÓTTIR  | 10. nóvember | 20:03 
Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:1-sigur gegn Manchester City í stórleik helgarinnar á Anfield í Liverpool í dag.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:1-sigur gegn Manchester City í stórleik helgarinnar á Anfield í Liverpool í dag. Það voru Fabinho, Mohamed Salah og Sadio Mané sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Bernardo Silva skoraði eina mark City á 78. mínútu.

Eiður Smár Guðjohnsen og Logi Bergmann Eiðsson frá Síminn Sport voru mættir á Anfield í dag þar sem þeir hituðu meðal annars upp fyrir leikinn fyrir áskrifendur Símans og þá gerðu þeir upp leikinn á Anfield í leikslok. „Maður er bara hálfþreyttur eftir þennan leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi í leikslok.

„Það situr aðeins í manni hvort City hefði átt að fá víti þarna í byrjun og ég hefði sjálfur hugsanlega dæmt víti á þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að taka þannig ákvarðanir en þetta var aldrei víti í seinni hálfleik. Ég hefði hins vegar dæmt víti í fyrri hálfleik og það hefði gjörbreytt leiknum ef City hefði komist yfir snemma leiks,“ sagði Eiður meðal annars.

Þættir