„Jákvætt tvist á loftslagsmálin“

INNLENT  | 11. nóvember | 16:52 
Það verður mikið um dýrðir í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem keppt verður til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Í dag voru nemendur í Réttarholtsskóla að æfa atriðið sitt þegar mbl.is bar að garði. Atriðið er afar metnaðarfullt og vekur athygli á loftslagsmálunum.

Það verður mikið um dýrðir í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem keppt verður til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Í dag voru nemendur í Réttarholtsskóla að æfa atriðið sitt þegar mbl.is bar að garði. Atriðið er afar metnaðarfullt og vekur athygli á loftslagsmálunum.

Í myndskeiðinu má sjá brot úr atriðinu og viðtal við nokkra nemendur í Réttó sem hafa lagt hart að sér undanfarnar vikur við æfingar. Keppnin sem nú er haldin í þrítugasta skipti verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Þættir