Eiður Smári: Ég var ekki alltaf „upp á tíu“

FÓLKIÐ  | 12. nóvember | 10:55 
„Maður gerir sín mistök eins og allir aðrir,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson, spurður um lífið á hátindi knattspyrnuferilsins og hvernig hafi gengið að halda sér á jörðinni á þeim tíma, eða eins og Logi orðar það í viðtalinu: „Þarna er hópur af ungum mönnum, ómenntuðum, með sjúklega mikið af peningum og gríðarlega athygli.“

„Maður gerir sín mistök eins og allir aðrir,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson, spurður um lífið á hátindi knattspyrnuferilsins og hvernig hafi gengið að halda sér á jörðinni á þeim tíma, eða eins og Logi orðar það í viðtalinu: „Þarna er hópur af ungum mönnum, ómenntuðum, með sjúklega mikið af peningum og gríðarlega athygli.“

Eiður Smári segir að hann og liðsfélagar hans í Chelsea hafi oft og tíðum verið barnalegir í hegðun, bæði inni á æfingasvæðinu og utan þess. Hann segir jafnframt að breska pressan hafi oft og tíðum verið erfið og óvægin í umfjöllun sinni um þá félagana. „Það var allt ýkt,” segir hann en viðurkennir jafnframt að hann hafi ekki alltaf „verið upp á tíu“.

Eiður Smári er næsti gestur í þáttunum Með Loga og viðtalið í heild verður komið inn á Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn. 

Þættir