Erfitt að stöðva gulu umslögin

INNLENT  | 14. nóvember | 15:59 
„Við getum auðvitað ekki stöðvað einstaka fundi þar sem er verið að rétta gult umslag,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, það sem þó sé hægt sé að gera sé að skrásetja og fylgjast með mynstrunum sem birtist og þau séu vel þekkt í þeim spillingarmálum sem upp hefur komist um.

„Við getum auðvitað ekki stöðvað einstaka fundi þar sem er verið að rétta gult umslag,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, það sem þó sé hægt sé að gera sé að skrásetja og fylgjast með mynstrunum sem birtist og þau séu vel þekkt í þeim spillingarmálum sem upp hefur komist um.

Smári kallaði eftir sérstakri auka umræðu um spillingarmál á Alþingi í dag í kjölfar uppljóstrana um mútugreiðslur Samherja til embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu. Í myndskeiðinu er rætt við Smára í kjölfar umræðunnar sem hann sagði hafa verið afar gagnlega. 

Einnig er rætt við hann um stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformanns Samherja. 

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna á þinginu í dag.

 

 

 

Þættir