Lögðu hald á tæp 8 tonn af „baðsalti“

ERLENT  | 22. nóvember | 19:25 
Lögreglan í St. Pétursborg í Rússlandi lagði hald á 7,8 tonn af sterkum eiturlyfjum sem metin eru á um 100 milljónir evra, eða sem nemur rúmum 13,6 milljörðum króna.
Lögreglan í St. Pétursborg í Rússlandi lagði hald á 7,8 tonn af sterkum eiturlyfjum sem metin eru á um 100 milljónir evra, eða sem nemur rúmum 13,6 milljörðum króna. 
Eiturlyfið, sem nefnist Alpha-PVP og gengur undir gælunafninu „baðsalt“ og er ofskynjunarlyf. 
Efnin fundust á leynilegri rannsóknarstofu rétt utan við borgina og voru þau komin mis langt í framleiðsluferlinu. Rússneska lögreglan hefur aldrei lagt hald á jafn mikið af eiturlyfjum á einu bretti. 

 

Þættir