Firmino kom Liverpool til bjargar (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 23. nóvember | 21:08 
Roberto Firmino kom Liverpool til bjargar og tryggði toppliðinu enn einn sigurinn, í þetta sinn á Crystal Palace á Selhurst Park, 2:1.

Roberto Firmino kom Liverpool til bjargar og tryggði toppliðinu enn einn sigurinn, í þetta sinn á Crystal Palace á Selhurst Park, 2:1.

Sadio Mané kom gestunum yfir skömmu eftir leikhlé en Crystal Palace-menn héldu margir að þeirra lið væri að næla í stig þegar Wilfred Zaha jafnaði metin seint í leiknum. Firmino átti þó eftir að skora sigurmark skömmu síðar til að tryggja Liverpool átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Þættir