Metkjörsókn í Hong Kong

ERLENT  | 24. nóvember | 20:40 
Kjörsókn í Hong Kong í héraðskosningum í dag sló öll met en alla jafna vekja slíkar kosningar fremur litla athygli. Í kjölfar mótmæla gegn kínverskum stjórnvöldum, sem staðið hafa yfir frá því í júní, er áhuginn meiri en oftast áður.

Kjörsókn í Hong Kong í héraðskosningum í dag sló öll met en alla jafna vekja slíkar kosningar fremur litla athygli. Í kjölfar mótmæla gegn kínverskum stjórnvöldum, sem staðið hafa yfir frá því í júní, er áhuginn meiri en oftast áður.

Samkvæmt frétt AFP var kjörsóknin 71% en alls greiddu 2,9 milljónir íbúa atkvæði en 4,1 milljón er á kjörskrá. Til samanburðar var kjörsóknin 47% í síðustu héraðskosningum fyrir fjórum árum.

Frétt mbl.is

Kosið var um 452 full­trúa í þeim 18 héruðum sem Hong Kong er skipt í. 

„Ég vonast til þess að atkvæði mitt geti breytt einhverju í samfélaginu og stutt við bakið á mótmælendum á einhvern hátt,“ sagði hinn 19 ára gamli Michael Ng í samtali við AFP-fréttaveituna en hann var að greiða atkvæði í fyrsta skipti.

 

 

 

Þættir